Í Garðaseli er starfandi foreldrafélag. Í stjórn eru um fjórir til átta foreldrar, einn til tveir úr hópi foreldra af hverri deild og einn úr hópi kennara Garðasels. Markmið foreldrafélagsins er að tryggja sem best velferð barna í Garðaseli og efla samvinnu heimilanna og leikskólans. Foreldrar verða sjálfkrafa meðlimir foreldrafélagsins þegar barnið byrjar í leikskólanum.

Félagið hefur séð um jólaböll, gefið börnunum páskaegg, farið í sveitaferð, haldið kökubasar, boðið upp á fyrirlestra, staðið að útgáfu á söngbók, haldið þrifadag á útisvæði leikskólans ásamt því að selja boli, dagatöl, flíspeysur og fleira. Einnig er hefð fyrir því að gefa gjafir til útskriftarnema leikskólans að vori.

Öllum tekjum félagsins er varið í eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi fyrir börnin. Eins og er kunnugt er lögð mikil áhersla á hreyfngu barna í Garðaseli og hefur foreldrafélagið lagt sitt að mörkum til að efla þann þátt, t.d. með kaupum á leiktækjum og áhöldum. Foreldrafélagið hefur einnig boðið upp á skemmtiatriði á sumarhátíð leikskólans, sem haldin er á hverju sumri.

Aðalfundur foreldrafélags Garðasels er haldinn árlega í október þar sem farið er yfr starfsemi félagsins fyrir síðasta starfsár, ársreikningar lagðir fram og stjórn félagsins kynnt. Einnig hefur foreldrafélagið boðið upp á fyrirlestur eða annan fróðleik á aðalfundi, meðal annars fyrirlestra um hreyfingu, málþroska, lestrarfærni og listir. Starfsfólk Garðasels er alltaf velkomið á aðalfund foreldrafélagsins.

© 2016 - 2021 Karellen