Ytra mat fór fram á vegum Menntamálaráðuneytis í Garðaseli árið 2017 og hafa ýmsar umbætur átt sér stað eftir ábendingar frá matsaðilum. Gerð var umbótaráætlun fyrir leikskólann og sú áætlun miðaði við tímabilið 2017-2020. Vegna röskunar á skólastarfi vegna Covid-19 faraldursins hefur áætlunin riðlast til og mun því framlengjast til ársins 2021 með tilliti til þeirra tafa sem faraldurinn hafði í för með sér.
Starfsfólk leikskólans hefur unnið samviskusamlega að þeim umbótum sem lagðar voru til eftir að ytra mat fór fram í skólanum. Helstu áherslur að umbótum snéru að innra mati skólans, einnig smávægilegar aðgerðir sem snéru að stjórnun, foreldrasamstarfi og uppeldis- og menntastarfi.
Þeir þættir sem eftir á að bæta að fullu og áhersla verður á út árið 2021 eru þessir:
-Kerfisbundið innra mat
-Endurútgáfa starfsmannahandbókar fyrir starfsfólks
-Skapandi starf í leikskólanum
-Birting umbótaaðgerða í skýrslum