Heimaskóli Garðasels er Heiðarskóli. Gott samstarf er á milli skólanna og unnið er að því að brúa bilið á milli leik- og grunnskóla barna.
Í lok leikskólagöngu fara fram skil á milli skólastiga þar sem leikskólakennarar skila af sér upplýsingum um komandi grunnskólanemendur til viðkomandi grunnskóla. Um er að ræða sérstakan gátlista auk þess sem niðurstöður úr Hljóm-2 athugunum fylgja börnunum. Nánar má lesa um samstarf leik- og grunnskóla í þessum bækling:

Samstarf skólastiganna í Reykjanesbæ

© 2016 - 2021 Karellen