Vikuáætlanir fyrir hópastarf á deildum:

Í Garðaseli er unnið með heildstætt og fjölbreytt námsefni. Út frá þeim efnivið voru gerðar heildstæðar vikuáætlanir fyrir hvern og einn árgang sem samanstanda af 27 vikum (23 vikum fyrir yngstu börnin á Lundi þar sem þau byrja ekki hópavinnu fyrr en mánuði seinna).
Hver vikuáætlun samanstendur af fjórum klukkustundarlöngum hópavinnutímum þar sem hver kennari er með sinn barnahóp í ákveðnum verkefnum.
Hverri viku er skipt niður í læsi, málörvun (sögulestur og orðaspjall, hljóðamyndun, stafaþekkingu og hljóðkerfisvitund), stærðfræði og vettvangsferðir. Hjá yngstu deildinni (Lundi) skiptist hver vikuáætlun niður í könnunarleik, læsi (undirbúning fyrir hljóðamyndun og tal), stærðfræði og vettvangsferðir.

© 2016 - 2021 Karellen