Nám og leikur í Garðaseli
Hvernig er unnið með læsi í víðum skilningi á Lundi (2ja ára) og Þúfu (3ja ára)
Markmiðið er:
Að hvetja barnið til að segja frá atburðum og á það sé hlustað með athygli
Að þjálfa minni og hlustun
Að auka orðaforða og efla skilning á hugtökum
Að auka máltilfinningu
Að kenna barninu að nota gott íslenskt mál og að það læri að nota það til að leysa ágreining
Að efla lesskilning og styrkja hljóðkerfisvitund
Leiðir að settu markmiði:
Markviss málörvun (rím, samstöfur, samsett orð, orðhlutaeyðing, hljóð-greining, hljóðtenging) ritmál sýnilegt
Orðaspjall (unnið með orð í tengslum við sögulestur)
Athafnir daglegs lífs og samskipti
Rím, þulur og að læra texta
Tjá sig í hópavinnu og samverustundum
Lestur bóka alltaf þegar færi gefst
Hlustun og myndun hljóða
Hvernig er unnið með stærðfræði á Lundi (2ja ára) og Þúfu(3ja ára)
Markmiðið er :
Að barnið skilji helstu hugtökin
Að barnið læri um formin
Að barnið læri um fjölda
Að barnið læri tölutáknin allavega frá 0 upp í 5 og skilji þau
Leiðir að settu markmiði:
Könnunarleikur
Einingakubbar
Tölutáknin sýnileg
Formin sýnileg
Hvernig er unnið með læsi í víðum skilningi á Hvammi (4ra ára)
Markmiðið er :
Að efla lesskilning og styrkja hljóðkerfisvitund barnsins
Að unnið sé með hlustunar– og athyglisleiki
Að unnið sé með hin ýmsu hugtök og eflingu orðaforða
Að lesnar séu stuttar sögur og framhaldssögur
Að unnið sé með vísur og ljóð
Að unnið sé með andheiti / samheiti
Leiðir að settu markmiði:
Markviss málörvun (rím, samstöfur, samsett orð, orðhlutaeyðing, hljóð-greining, hljóðtenging) ritmál sýnilegt
Orðaspjall (unnið með orð í tengslum við sögulestur)
Læra þulur og texta
Tjá sig í hópavinnu og samverustundum
Lestur bóka alltaf þegar færi gefst
Hlustun og myndun hljóða
Hvernig er unnið með stærðfræði á Hvammi (4ra ára)
Markmiðið er :
Að barnið skilji helstu hugtökin
Að barnið læri formin
Að barnið læri um fjölda
Að barnið læri tölutáknin allavega frá 0 upp i 10 og skilji þau
Leiðir að settu markmiði:
Heimspekilegar samræður, ýmis stærðfræðispil/ leikir
Einingakubbar, Legó
Holukubbar
Tölutáknin sýnileg
Formin sýnileg
Hvernig er unnið með læsi í víðum skilningi á Vörðu (5 ára)
Markmið og leiðir:
Að efla lesskilning og styrkja hljóðkerfisvitund barnsins
Unnið með hlustunar– og athyglisleiki
Unnið með hin ýmsu hugtök og eflingu orðaforða
Lesnar stuttar sögur og framhaldssögur—orðaspjall
Unnið með vísur og ljóð
Unnið með andheiti og samheiti
Unnið með sérnöfn og samnöfn
Hvernig er unnið með stærðfræði á Vörðu (5 ára)
Markmið og leiðir:
Unnið með tölustafi, magn og hugtök
Að barnið skrifi tölustafi, lögð áhersla á 1—20
Að barnið kynnist formum—hringur, þríhyrningur, ferningur og ferhyrningur
Numicon stærðfræðiefni, einingakubbar og holukubbar
Skriftar– og stafainnlögn—hljóðalestur
Markmið og leiðir:
Lagður inn einn stafur í viku
Við kennum heiti stafana, hljóðin æfð, æfðar tengingar tveggja til fjögurra
hljóða (hljóðakeðjur s-i, s-í, s-o, s-ó, o-s, ó-s, s-í-s-í)
Unnið með lesáttina—lesteppi
Barnið æfir sig í stafagerð / skriftarkennsla
“Lubbi finnur málbein” bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára.
Lubbaspilið—Hljóðasmiðja Lubba.
Hljóðtenging /Hljóðgreining—unnið með verkefnið “Hugur og fluga “ spil fyrir Hljóðkerfisvitund.