Karellen

Fatnaður / aukaföt: Mikilvægt er að allur fatnaður barnanna sé vel merktur. Mörg börn ganga um leikskólann dag hvern og alltaf er hætta á að fatnaður týnist. Einnig er mikilvægt að klæðnaður hefti ekki barn í leikgleði sinni. Í leikskólanum er unnið með margvíslegan efnivið, því getur málning, lím og fleira farið í fatnað barnanna þó kennarar leiti allra leiða til að það gerist ekki. Mikilvægt er að börnin hafi með sér hlýjan fatnað, regnfatnað, húfu og vettlinga vegna síbreytilegrar veðráttu hér á landi.
Garðasel er töskulaus leikskóli. Aukafötin er geymd í merktum plastkassa sem börnin fá þegar þau byrja og er hann staðsettur fyrir ofan fatahólfið þeirra. Á hverjum föstudegi er allur fatnaður og skófatnaður tekinn heim, þrifinn og komið með til baka á mánudegi. Foreldrar koma með fjölnota poka sem hægt er að loka undir blaut föt og fleira sem geymdur er í hólfi barns.

© 2016 - 2023 Karellen