Karellen

Uppeldisaðferðin Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar hefur verið að ryðja sér til rúms í Reykjanesbæ og er meðal annars notuð í leikskólum bæjarins.
Sérstök áhersla aðferðarinnar er á gildi þess að byrja sem allra fyrst á ævi barnsins að vinna skipulega að góðum og árangursríkum uppeldisháttum. Miðað er við þarfir venjulegra foreldra og barna í íslensku nútímasamfélagi og áhersla er á að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu.
Á hverju skólaári er boðið upp á námskeið fyrir foreldra og starfsfólk til að tileinka sér þessa aðferð. Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar.
Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið byggir á Uppeldisbókinni og hentar aðferðin börnum fram að sex ára aldri.


© 2016 - 2023 Karellen