Karellen

Heilsuleikskólinn Garðasel
tók til starfa um mánaðarmótin maí/júní árið 1974 en var vígður 3. ágúst sama ár. Húsið var gefið til Keflavíkur vegna eldgossins á Heimaey árið 1973. Það voru sænsk kvennasamtök "Redda - barnet" sem gáfu húsið. Húsið samanstendur af tveimur deildum, sal og eldhúsi. 1981 byggði Keflavíkurbær annað hús á lóðinni sem er með tvær deildir. Í dag er búið að tengja þessi hús saman með tengibyggingu þar sem gerð var aðstaða fyrir kennara og sérkennsluherbergi.

Árið 2007 var aftur byggt við leikskólann og í það rými kom skrifstofa leikskólastjóra, tvö salerni starfsfólks og ný kaffistofa. Einnig voru deildirnar teknar í gegn ásamt hinum og þessum lagfæringum sem gerðar voru á húsnæðinu. Í skólanum dvelja börn á aldrinum 2-6 ára. Garðasel er fjögurra deilda aldursskiptur leikskóli með sveigjanlegum vistunartíma.

Deildirnar heita Varða, Hvammur, Þúfa og Lundur. Í leikskólanum er boðið uppá morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu ásamt ávaxtastundum.

© 2016 - 2023 Karellen