Hádegismatur í leikskólanum Garðaseli kemur nú frá Skólamat ehf.
Skólamatur er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið. Stærstur hluti viðskiptavina fyrirtækisins eru nemendur á leik- og grunnskólaaldri.
Hjá Skólamat starfar samheldur hópur fólks sem hefur ástríðu fyrir því að framreiða hollar og bragðgóðar máltíðir fyrir nemendur svo þau hafi orku til að sinna leik og starfi.
Áhersla er lögð á ferskleika hráefnisins og eru matseðlar vandaðir, vel samsettir og uppfylla ráðleggingar landlæknisembættisins um næringu barna á leik- og grunnskólaaldri.
Rík áhersla er lögð á að lágmarka matarsóun og eru allir nýtilegir matarafgangar komið í hendur Fjölskylduhjálpar Íslands sem kemur þeim áfram til fjölskyldna í neyð.
Frekari upplýsingar um Skólamat ásamt matseðlum má finna á heimasíðu þeirra: https://www.skolamatur.is/