Í dag var haldin hin árlega starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum. Garðasel tók þátt í henni þegar þær Fjóla Ævarsdóttir og Harpa Mjöll Magnúsdóttir kynntu starf leikskólakennarans. Markmið starfsgreinakynningarinnar er fyrst og fremst að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda í 8. og 10. bekk en nemendahópar frá fjölbrautaskólanum koma einnig. Kynningin er einnig mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.