Upplýsingar til foreldra sem mikilvægt er að fylgja vel eftir:
Enn eru í gildi sömu sóttvarnarráðstafanir og verið hafa sem snúa að hreinlæti eins og að spritta hendur við komu inn í fataklefa deilda og að börnin byrji eins og alltaf á að þvo hendur sínar við komu í leikskólann.
Vinsamlegast farið ekki inn á deildir með börnin, kveðjið þau í fataklefa þar sem starfsfólk tekur á móti þeim. Mikilvægt er að foreldrar staldri stutt við í fataklefa
Við mælum með að aðeins annað foreldri/aðstandandi komi með barnið í leikskólann/sæki það en það þarf ekki að vera sá sami að morgni og þegar börnin eru sótt.
Vinsamlegast metið og staldrið við innganga skólans ef ykkur finnst of margir vera í fataklefa barns ykkar þegar þið komið, til að virða fjölda-og nálægðartakmarkanir því sumir fataklefar eru þröngir og litlir.
Foreldrar gæta fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna, bæði inni-og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman.
Börnin komi ekki með leikföng eða aðra sambærilega hluti með sér að heiman.
Leikskólabörn, foreldrar og starfsfólk leikskóla eiga alls ekki að mæta í leikskólann ef þau eru með flensueinkenni eða einkenni sem svipar til einkenna COVID-19, s.s. hita, hósta, kvef, bein- og vöðvaverki eða þreytu. Miðað er við að leikskólabörn og starfsfólk skuli vera hitalaus a.m.k. einn sólarhring og tilbúin að taka þátt í leikskólastarfinu bæði úti og inni áður en þau snúa aftur í skólann.
Lögð verður áhersla á að skila börnum úti í lok dagsins, ef veður leyfir, til að létta á fataklefum.
Ekki þarf að taka fatnað barna heim á hverjum degi. Aðeins á föstudögum.
Foreldrar taka teppi og kodda heim á hverjum föstudegi (á við á yngstu deildunum).