Karellen
news

Samstarf Garðasels við Courtyard Marriott

07. 10. 2022

Leikskólinn Garðasel og Courtyard Marriott hafa gert með sér samstarfssamning um gróðursetningu trjáa í nágrenni hótelsins á haustin, til næstu ára.
Þann 5. október fóru elstu börn leikskólans í gróðursetningarferð að Courtyard Marriott og gróðursettu ásamt starfsfólki hótelsins 40 sitkagreni plöntur. Að því loknu var öllum boðið upp á ávexti. Börnin voru sæl og glöð með þátttöku sína í gróðursetningunni.
Er það von okkar að í framtíðinni vaxi upp þarna góður trjálundur sem gaman verður að heimsækja og skapa mörg ævintýrin í leik og starfi.

© 2016 - 2023 Karellen