Karellen
news

Síðsumar á Garðaseli

22. 08. 2019

Það hefur verið frábært að fá öll börnin aftur til baka eftir gott sumarfrí. Ný grunnskólabörn hafa kvatt leikskólann og í staðinn komu krílin okkar sem eru nú í aðlögun. Við höfum og munum nýta alla sólargeisla sem gefast og njótum þess að vera sem mest úti við í leik. Íslenska veðráttan er söm við sig og er því gott að hafa bæði léttan klæðnað og hlýrri meðferðis í leikskólann. Allt skipulagt starf mun síðan hefjast að fullu í byrjun september.

© 2016 - 2022 Karellen